laugardagur, júlí 30, 2005

Góðan daginn

Ég ákvað að njóta rólegs dags í bænum og sleppa því að liggja með pappakassaklæddu fólki í appelsínugulum regngöllum á útihátíðum lansins.

Hugsaði með mér að það væri upplagt að handa á kaffibrennslunni og stúdera einhvern alþjóðlegan aktvíisma. Því búinn að liggja á netinu og rakst meðal annars á þetta. Þarna getur maður fylgst með hinni heillavænlegu þróun lýðræðisins í Bandaríkjunum.

Hafi maður áhuga á því að kynna sér hvernig AIDS lyfjaprófanir fara fram á fátækraheimilum New York þá er þetta góður staður.

Einnig hef ég verið að sanka að mér efni frá fornu fari á þassari frábæru síðu.

Það er nefnilega misskilningur að það sé aktívismi sé eitthvað nýtt af nálinnni.

að lokum má geta þess til gaman að ég er klæddur bol með mynd af MAO þar sem hann horfir fram á veginn. Þetta er gert í svaraskyni við meistara Hannes Hólmstein sem nýlega gat ekki fundið nógu sterk orð í íslensku til þess að lýsa viðbjóði sínum á þessum manni. Svo getur vel verið að séra Hannes hafi rétt fyrir sér, að Mao hafi verið ólýsanlegur skíthæll, en það breytir ekki þeirri staðreynd að um leið og eitthvað er orðið þjóðfélagslega samþykkt þá kemur upp í mér lítill djöfull sem getur ekki annað en potað í hina samþykktu blöðru.

Bið að heilsa

Þorleifur

Engin ummæli: