þriðjudagur, mars 29, 2005

Góða kvöldið

Það er gaman að koma aftur í stressið í Reykjavík og vitandi það að ég kem ekki aftur í 2 mánuði þá var einhvernveginn alveg endalaust að gera (ekki það mér tókst að fara á netið og tapa 12 skákum í röð fyrir einhverjum snilla í Papa new Guinia??).

Ég er búinn að bera kassa, pakka saman, hlaupa um og stressast alveg helling. Sumsé alveg fullkomin Reykjavíkurferð. Hlakka til að fara aftur norður á morgun og skila sýningunni í hús. Ekki vantar allaveganna vinnusiðferðið í krakkana sem eru að vinna með mér.

Að vísu er margt skrýtið í skipulagningunni þar og ég vildi gjarnan að einhver tæki það að sér að taka það saman svo að vitleysan endurtaki sig ekki aftur því að það er næstum því ómögulegt að vinna við svona skilyrði. En ég hef trú á því að það bjargist vegna þess og vegna þess eingöngu að krakkarnir í hópnum hafa tekið sig saman um að skila öllu því sem þarf að skila, gera það sem þarf að gera og leggja á sig ómælda vinnu til þess að sýningin verði stolt skólanna. Bravó fyrir þeim !

Annars þá er ég á leið í þetta lokapróf um skólann í Berlín og hlakka mikið til. Allt í einu langar mig inn í skólann og sé fram á skemmtilega tíma í BErlín verði það að veruleika. REynslan í kringum American Diplomacy er brilliant faranesti inn í nám og ég vona að mér takist að nýta það og vinna upp úr því til stórra verka í framtíðinni.

Svo er eitt og annað að frétta úr leikhúsi allra landsmanna en eins og ég bendi á í commenti að neðan þá borgar sig ekki að vera að tjá sig um hluti sem maður hefur heyrt, betra að kynna sér málið. En ég fylgist spenntur með...

Og svo er dagurinn að renna upp þar sme ég fæ að hitta konuna mína, 12 apríl er dagurinn og það í Helsinki. ÉG ætla í 2 vikur til Finnlands áður en ég og Meri förum í stutt frí í Berlín og Prag, og það get ég sagt ykkur að ég get ekki beðið, enda búinn að vinna fyrir því!

Góðar stundir
Þorleifur
Kaffibrennslunni

Engin ummæli: