miðvikudagur, apríl 07, 2004

Sæl

Ég er ansi hræddur um að ég sé ekki sjálfum mér samkvæmur. Mér finnst nefnilega svo ótalmargt.

Ég hef lengi haldið því fram að ég hafi ekki áhuga á formpælingum. Og það er rétt en á sama tíma hef ég afskaplega mikinn áhuga á formum.

Það er stór munur þarna á. Formpælingar formpælinganna vegna eru að mínu mati heldur tilgangslausar æfingar. Ég sé svo oft formstykki sem eiga að vera eitthvað algjerlega nýtt og "groundbreaking", og það kemur meiraðsegja fyrir að formlega séu þær það, en ég hugsa oftara en ekki með mér að þessum skilboðum sé hægt að koma á aframfæri öðruvísi og betur. Og það er meinið, merking týnist allt of oft þegar menn fara að fikta ameð formið. Ég trúi því að hver sýning eigi sitt form og það sé kallað á það innan úr verkinu eða þá að sálin fer á kreik og skilji einhverja tengingu. SVo má ekki gleyma því að æfingatímabil er formleit...

En það að vinna að formi til þess að finna nýtt form er ekki innan míns áhugasviðs á leikhúsi (enn sem komið er).

Trúðasýningin sem ég er að fara að vinna er ekki formleitarsýning (þó svo að ég sé að kynnast og vinna með nýtt form) heldur leið fyrir mig til þess að vinna með þetta undursamlega form trúðinn og spinna það inn í leikhús eins og ég vil sjá það. Leikhús með merkingu og ástríðu!

Ég kynnist trúðunum (sem eru í raun tvær stelpur sem heita Sanna og Jenny) er ég sá sýningu þeirra. Tveir trúðar í leit að tilgangi og stoppuðu hjá okkur í leikhúsinu á leið sinni á áfangastaðinn sem enginn (ekki þær heldur) voru með alveg á hreinu hvar væri. (hringir þetta einhverjum bjöllum)

Sýningin var furðufalleg og ég sat og hugsaði um hana lengi á eftir. Ég sá í sýningunni nýjara leiðir til að vinna með líkamann og hvernig væri hægt að nota mannslíkamann til þess að segja stórar sögur með litlum hreyfingum. Fyrir mig var þetta enn eitt skrefið í átt að leikhúsi sem ég sé fyrir mér í huga mér og er sterkt og merkingarafullt en á sama tíma fullt galdri og áhættu. Leikhús með merkingu og ástríðu!

Vinnubrögð eru mikilvæg í leikhúsi en þau ná aldrei að halda sýningu uppi, hvað þá gera hana góða. Þau eru bara verkfæri í átt að góðu leikhúsi.

Ég óska ykkur öllum listrænnar geðveiki!

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: