miðvikudagur, apríl 07, 2004

Halló halló

ÉG las þetta bréf til Tim RObbins og um mig flæddu tilfinningar. Það er alltaf gaman þegar það gerist.

Ástæðan var einfaldega sú að ég eralveg ofboðslega hrifinn af Tim Robbins eftir að hafa séð mynd hans "The cradle will rock". En einnig hafði það áhrifa á mína aumu sál að ég er sjálfur að strembast við að gera pólitískt leikhús. Og það að einhver tussi út í heimi sé brjálaður yfir því að menn séu að reyna það gerði mig trítilóðann.

En svo las ég bréfið aftur og skildi nokkuð hvað hann var að fara. Hann er að tala um innantóma ádeilu sem gerir ekkert sem getur talist hættulegt, er þurrausin frumleika og skáldlegri áhættu, augljós og fyrirsjáanleg og umfram allt (Þaða er ekki til íslenskt orð yfir þetta) "Patronizing".

LEikhús sem matar áhorfandann á því sem verið er að segja í stað þess að treysta áhorfendanum fyrir því sem er að gerast. AÐ hann sjálfur geti ekki tegt hluti og atburði saman og því þurfi að úskýra það fyrir honum.

Og þar var ég alveg sammála honum, þannig leikhúsfólk á helst að skjóta svo að hinir geti lifað!

Að lokum skrifaði ég diplómatískt bréf þar sem ég varði og réðst á, var sammála og ósammála og taldi alla hafa nokkuð til sins máls.

Kannski ætti að skjóta mig?

Þorleifur

Engin ummæli: