föstudagur, nóvember 07, 2003

Sumsé svar mitt við síðasta bréfi hans og er nú svarbréfinu beðið með eftirvæntingu:


Eiríkur, Eiríikur, Eiríkur

Byrjum á því að leiðrétt staðreyndavillurnar í bréfinu þínu áður en að við förum að tala um hugvillurnar.

50 % eða meira af textanum sem þú heyrðir í Tjarnarbíó þetta kvöld var frumsaminn og þar af leiðandi var ekki verið að endursegja eitt eða neitt.

Winston og þá sérstaklega Júlía voru endurskrifuð að miklu leyti til að spegla sitt hvora hlið mannsins sem samt er bundin saman af ást. Winston er hugsjónamaðurinn sem er rekinn ástarinnar vegna til að trúa á stærri sannleik, vona að hann geti átt þátt í því að breyta heiminum. Hins vegar er Júlía sem e.t.v. hvatti hann til aðgerða gegn flokknum en er sjálf búin að læra það að það er hægt að lifa í þessum heimi þrátt fyrir allar hömlurnar. Maður þurfi bara að spila með og þá geti maður notið því sem eftir er. Þegar svo Winston vill fara að berjast vill Júlía bara elska og því hrakti sama ástin þau í sitt hvora áttina en samt var hún ein og sú sama. Þetta er varla að finna í bók Orwell's, þar eru þau aðallega að rífast um smáatriði eða ríða eins og kanínur. Þess að auki var mikið krukkað í textunum í yfirheyrslunum og á miklu fleiri stöðum þannig að endursögn er það ekki.

Og hvað væri af því ef svo væri. Að segja að þá gæti fólk bara farið á Landsbókasafnið og leigt sér bókina gefur í skyn að þú haldir að leikhús og bókmenntaformið sé eitt og hið sama. En svo er langt í frá. Nú nenni ég ekki að fara út í bókmenntalegar skilgreiningar, þær geturðu fundið á bókasafninu, en svona í stuttu máli má segja að bókina les maður og ímyndar sér aðstæður, í leikhúsinu sér maður aðstæður, persónur, líf og dauða og það er allt að gerast rétt við nefið á manni. Til þess að hægt sé að njóta þess verður maður að gefa sig því á vald og setjast svo niður eftir á og opna fyrir hvort maður hafi notið þess eða ekki.

Ég sagði aldrei að alræðið sé altækt en ég er á því að maður kunni jafn illa að fara með vald núna eins og þá. Orwell er ekki að fjalla um kommúnista heldur manninn vs. valdið. ÞAð er það sem þú neitar að sjá. Eða hefur mannlegt eðli tekið stökkbreytingum undanfarin ár svo að þetta stríð er umfjölllunarefni sem ekki lengur á við?

Víst hef ég rétt til að skilgreina mína list. SVo er það ekki mitt hvort þið lásuð það sama út úr henni og ég, en ég hef rétt til að fjalla um hana eins og mér sýnist. Hitt er svo aftur annað mál hvort slíkt myndi teljast sniðugt, en það er önnur umræða.

Eigum við sumsé að henda Sheikspír í ruslið þar sem hann á ekki við um þennan tíma, Joyce, Beckett, Byron, Thekov, Dostojevski, tolstoy, steinbeck, miller (nema nýjasta stykkinun sem hann reyndar skrifar um Marlin Monroe, ætti að henda því, nýtt um gamalt?) ja´og bara öllum sem ekki voru skrifaðir fyrir hádegi.

Sumsé, það ert þú, ekki ég, sem ert fastur í gömlum kreddum og ég vona að framtíðarsýn þín listunum til handa nái aldrei fram að ganga.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: