föstudagur, nóvember 07, 2003

Hallóhallóhalló

Ég er að reyna að koma mér í gang að nýju eftir afar þurran tíma. Veit ekki hvað gerðist, allt í einu var ég bara búinn að vinna yfir mig á næturnar og hafði ekki orku eða nennu til að vera að skrifa þessa fáu tíma sem ég hafði til vinnu.

Sumsé, síðan ég var hér síðast hefur afar margt og skemmtilegt gerst. Ég hef frumsýnt, sýnt og slúttað einni sýningu, takk fyrir. Verkið heitir 1984 og þykir hið mesta príðisverk, og fer allmennt afar gott orð af henni. Enda minns svoldið stoltur. Þessa dagana er ég svo að reyna að koma á einleik með honum ARnari Jónsssyni og gengur það vel en ekki áfallalaust. Ég þori reyndar ekki að skrifa um af hverju þar sem menn eru misviðkvæmir en ég segi seinna frá því.

Annars er ég þreyttur en langaði bara aðeins að segj ahæ og vonast til að koma mér í gang að nýju hið snarasta.

Góðar kv.

Þorleifur

Engin ummæli: