laugardagur, maí 24, 2003

Góða kvöldið

Þetta er síðasta kvöldið mitt sem "nobody" því að í fyrramálið útskrifast ég sem fullgildur leikari. Það þýðir í öðrum orðum að nú er ég sjálfur ábyrgur fyrir því að vera atvinnulaus. Get ekki lengur borið fyrir mig að ég sé nemi, nei, nú er það steinköld alvaran, stimpilklukkan, bless bless LÍN (enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og allt það). Þið náið þessu, orðinn borgari.

Það þarf reyndar ekki að vera svo slæmt. Nú get ég stoltur horft framan í mannkynið og öskrað eins og lungun leyfa... Ég er TIL!!!

Svo þarf ég bara að standa undir nafni.

Næsta spurning????

Hringir einhver?

Þorleifur

Engin ummæli: