fimmtudagur, maí 22, 2003

Góða kvöldið

ÞAr sem lífið virðist að mörgu leyti snúast um dauðann um þessar mundir er einhvernveginn ekki mikið að segja frá. Hugleiðingunum er beitt í aðrar áttir en hjal hversdagsins og allt í einu er mér meiriaðsegja allt að því sama um endurnýjun ríkisstjórnarsamstarfsins. Ég meina, hvað hélt fólk að það væri að fara að kjósa yfir sig þegar það féll fyrir framsókn? DAVÍÐ!!!!!

Og það á það þá bara skilið............

Annars er vert að minnast á Tvö Hús í Nemendaleikhúsinu þar sem undirritaður á stórleik kvöld eftir kvöld. Einnig ef einhver veit hver ákvað að hann sárvantaði leikræn hljóðkjú og braust inn í leikhúsið í því skyni í gærnótt og stal hljóðtölvunni þá þætti okkur vænt um að fá að vita hver það var. (Það er leiðigjarnt að þurfa að stökkva í gítarinn milli búningaskiptanna)

Annars bíð ég bara góðrar nætur.

Þorleifur

Engin ummæli: