föstudagur, apríl 04, 2003

Kominn í skólann eftir langa andvökunótt. Ekki það að ég sé að vorkenna mér þetta var frábær nótt, heldur hittað það reynir eivhvernveginn meira á mann að vera vakandi daginn eftir svefnlausa nótt. Ég geri þetta reglulega, veit ekki af hverju, það er eins og það minni mann á að maður sé mennskur og þurfi að hlýða náttúrunni. Og ekki vietir af því ekki er eins og að maður virði náttúruna mikils í hinu daglega lífi. Við erum orðnir meistarar hennar og teljum okkur vera yfir hana hafðir en gleymum því að hún kallar okkur öll til sín að lokum.

Var að hlusta á viðtal við Gunter Grass á BBc rétt í þessu þar sem hann er að skamma Bushy og Blair fyrir fjöldamorðin í Írak. Bókni hans nýja hefur valdið miklum deilum í Þýskalandi því hún fjallar um hörmungar þýsks flóttafólks í Prússlandi í WWII. Umfjöllunarefni sem bannað er þar í kandi (eða svo gott sem) og hefur flokkast undir umræuefni sem betur henti þögninni en umræðunni. Af hverju vekru hún upp svo miklar deilur, hefur bókmenntin í Þýskalandi kannski miklu stærra vægi en hér heima hjá bókmenntaþjóðinnni? Nú spyr sá sem þykist vita. Kannski væri best að skrifa bók sem fjallar um hörmungar fólksins í Bagdadaá meðan það er að þját en ekki 50 árum seinna þegar allir eru horfnir á vit náttúrunnar fyrir fullt og allt go tilfinningatengingin er horfin við atburðina.

Í allri umræðu um þetta stríð er eitt sem hefur vakið athygli mína öðru fremur. Ef maður er ekki sammála stríðinu þá ermaður með Saddm í liði.

En nú er verið að kalla á mig á æfingu, ALBA bíður!

Þorleifur
zorleif@hotmail.com

Engin ummæli: