föstudagur, apríl 04, 2003

Það er mið nótt í hlíðunum og ég er að fara að sofa, eða það er allaveganna það sem ég lýg að sjálfum mér er ég reyni að halda sönsum í þessarri veröld sem virðist vera að fara til andskotans.
Það er stríð( eins og þið flest vitið) og ég er orðinn langþreyttur á því að geta ekkert gert í þessu. Það næsta sem ég kemst því að hafa gert eitthvað í þessu var að þekkja manninn sem sprengdi rauða málningu framan á stjórnarráðið.
En svo kemur þetta upp, hvað getur maður gert? Má maður brjóta á rétti annarra því manni finnst eitthvað sjálfum? Hver veit!!!

Annars verð ég að halda áfram að lifa.

Góða nótt

Engin ummæli: