sunnudagur, júlí 06, 2008

Sunnudagur til hugsa...

Kurt Vonnagut skrifaði um mótmælin gegn Víetnamstríðinu:

"We might as well have been throwing cream pies"

Ég er ósammála honum.

Ég er svona í meginatriðum afar hlynntur mótmælum. Þar kemur vilji minnihlutans oftar en ekki í ljós (og reyndar stundum meirihlutans). En það er misskilningur að halda að mótmæli eins og sér breyti einhverju.

Það væru bærileg stjórnmálin sem myndu skipta um stefnu við hver mótmæli.

Mótsögnin í nútíma stjórnmálum, og líklega stjórnmálum allra tíma, er að þau eiga að leiða landið áfram en a á sama tíma að fylgja vilja fólksins í dag. Og þegar maður leiðir þá þarf maður stundum að taka erfiðar ákvarðanir sem hvorki eru vinsælar né hugsefjandi - en kannski það sem heildinni er fyrir bestu þegar fram líða stundir.

Gott dæmi um þetta eru fríverslunarsamningar. Þeim er iðulega mótmælt hatrammlega heima fyrir en í lengra tíma perspektívi koma þeir hagkerfum þeirra þjóða sem landamæri sín opna oftar en ekki vel.

Þarna takast á skamtíma og langtíma hagsmunir. Þeir sem gætu misst vinnuna sína daginn eftir undirskrift eru vissulega á móti, því að þar er verið að tala um brauðið í næstu viku. Visslega hugnast þeim ekki að þurfa að takast á við óvissu nýss starfsvettvangs, læra nýja atvinnuhætti eða skipta um frama.

En þarna er verið að horfa til lengri tíma. Það sem ódýrara er að framleiða annars staðar á að framleiðast annars staðar og þá geta þeir sem heima eru einbeitt sér að því sem þeir eru bestir í.

Og það kemur þeim sem fáí kjölfarið að framleiða í löndum sem stödd eru nær iðnbyltingunni vel, enda koma þau löndum sínum í vinnu, þeir læra hæfni og geta því farið að byggja grunn til þess að byggja velmegun á.

Opin landamæri koma því öllum vel, og á að gerast þrátt fyrir mótstöðu heima fyrir.

Mótmæli gegn þessu, eins og eru að hefjast í G8 fundinum í Japan um þessar mundir, eru engu að síður miklvæg því að ríkisstjórnir verða að passa það að hafa uppbyggingu eigin landa, eigin þegna í huga þegar þau opna landamæri sín. Það er ekki bara hægt að skilja fólk eftir úti í kuldanum.

En að mótmælum...

Mótmæli eins og þau sem nú standa fyrir höndum í Japan eru í raun merkingarlaus því að bakvið þau standa hundruðir hópa sem hver er með sitt eigið agenda. Það er engin einn skilgreindur vilji sem stýrir ferð og rétt eins og þegar keyrt er um í ókunnri borg, þá minnka líkurnar á því að komast á áfangastað eftir því sem fleiri eru við stýrið. Þessi mótmæli munu því engu skila.

Á hinn bógin geta mótmæli byggð á skýrum vilja skilað heilmiklu, og þar tel ég að Vonnagut vanmeti eigið ágæti sem og sammótmælenda sinna.

mótmælin gegn Írak stoppuðu ekki Íraksstríðið, enda datt engum heilvita manni í hug að slíkt myndi takast. En það sem þau skiluðu var að ólíkt í fyrra persaflóastríðinu, þar sem BNA teppalagði borgir og sveitir með sprengjum sínum, þá urðu þau, vegna þrýstings reiðs massa þegna þeirra, til þess að einbeita sér að hernaðarlegum skotmörkum.

Auðvitað klúðruðu þau því á köflum en fengu það líka rækilega borgað.

Stjórnmálamennirnir sem fóru inn á fölskum forsendum eru nú allir meira og minna farnir úr embættum við litlar vinsældir. Blair í Englandi, Bush situr getulaus í hvíta húsinu og engin vill hlusta á hann, Howard í Ástralíu, Davíð og Halldór á fróni.

Þetta er að hluta til afrakstur mótmælanna.

Færri dóu í stríðinu sjálfu og þeir sem báru ábyrgðina hafa lognað útaf og horfið af sjónarsviðinu.

En kannski er Vonnagut á réttum nótum þegar hann segir að við hendum kremkökum, enda hafa kjósendur gert það - þar sem það á best við - í kjörklefunum.

Þorleifur

Engin ummæli: