miðvikudagur, maí 07, 2008

Góða kvöldið

Eisn og venjulegt er þá skrifa ég ekki mikið þegar ég er í miðjum uppsetningum, hugurinn er einfaldlega annars staðar.

En mikið óskaplega ganga æfingarnar vel, stemmingin er frábær, hugur í fólki, heiðarleg samskipti, frjáls vinnuandi, kreatívt flæði og í raun allt eins og best verður á kosið.

Eg hristi stundum hausinn og velti fyrir mér af hverju þetta sé ekki alltaf svona, en sé þá að það sem er í gangi er að ég er á betri stað í lífinu en ég hef verið á í langan langan tíma. Vinnan með sjálfan sig er farin að segja til sín og ég get gengið óttalaus í gegnum ferlið, leitt með opnum og óhræddum huga og það smitar út frá sér.

Í kvöld bauð aðstoðarleikstójrinn, öllum að óvörum, uppá kampavín eftir æfingu. Aðspurð hvað stæði til glotti hún við og sagði að henni langaði bara að bjóða samstarfsfélögunum uppá þetta til þess að þakka fyrir sig - og við erum bara hálfnuð!

Jú, þetta eru góðir dagar hér í sólinni

Bestu kv frá Schwerin

Þorleifur

1 ummæli:

Unknown sagði...

gott að heyra að þér og hópnum gangi vel:) hér hlýnar með hverjum deginum og ég áleið í grill á morgun, hef ekki fengið grillmat í nokkur ár núna... svo eru bara 2 vikur þangað til við förum til Alicante og ætlum að vera í Valencia eina nótt:) annars bara semí hress, þreytt eftir mikla törn en það þýðir ekki núna þar sem það eru 2 ritgerðir framundan.. elska þig bró, farðu vel með þig og bjallaðu við tækifæri..
lilla