þriðjudagur, janúar 29, 2008

Góða kvöldið

Það segir marga söguna að hagkerfi sé nú nefnt eftir Britney Spears.

Þessi fárveika manneskja jók áhuga almennings á slúðurblöðum, þáttum og öðru tilheyrandi að í viðkomandi miðlum var mikil gósentíð.

Þessi misnotkun á eymd hennar er því miður sorgleg birtingarmynd á stöðuna í fjölmiðlaheiminum. Fjölmiðlar eru katastrófum háðir, enda eru það þær sem koma með björg í bú. Og eftir allt er það takmark fjölmiðla (sem og annara fyrirtækja) að græða peninga.

Auðvitað er ekki hægt að banna misnotkun á eymd manneskja, það eru fullt af stöðum í samfélaginu þar sem ólukka er nýtt til þess að græða peninga (þarf ekki að hugsa lengra en til vændis eða kláms) en það breytir því ekki að samfélagið þarf að staldra við, fjölmiðlarnir þurfi að staldra við þegar augljóst er að ásóknin í "fréttina" er farið að valda stórum hluta vanlýðaninnar.

Ég horfði á myndband þar sem Britney kemst ekki út úr búð vegna þess að hún er umlukt hundruðum myndatökumanna. Þeir húka yfir bílnum hennar, kalla á hana, ýta við henni, leyfa henni ekki að komast leiðar sinnar, hún er beinlýnis ofsótt.

Britney hefur vissulega náð langt með því að nýta sér aðgang að fjölmiðlum en það gefur þeim ekki rétt til þess að svifta hana grundvallar ferðafrelsi.

Og má því spyrja sig hver sé gerandi í svona tilfelli.

Eru það fjölmiðlarnir sem ekki gefa henni frið, eða erum það við sem klikkum á linkinn, kaupum blaðið og gefum fjölmiðlunum þannig ástæðu til þess að sækja svona á stelpugreyjið?

hvernig sem á það er litið er sorglegt að fall einnar manneskju sé skemmtun umheimsins.

Bestu kv.

Þorleifur
Berlín

Engin ummæli: