föstudagur, nóvember 23, 2007

Góða kvöldið

Þetta er búin að vera ein heljarinnar reið, að koma upp þessum síðum sem ég var að tala um. (sjá að neðan og til hliðar í linkasafninu) Sérstaklega þar sem ég sit á internetkaffihúsi í Berlín (St Oberholz) þar sem sambandið er stöpult og oftar en ekki var ég búinn að þjösna mér í gegnum alls konar uppsetningamöguleika, fontsetningu, litaval og linkasöfnun aðeins til þess að horfa upp á "no connection" birtast á skjánum.

Ef ég væri ekki með nýju tölvuna mína þá voru móment 12 og 43 mómentin þar sem ég hefði tekið svona office kast og hent tölvunni, barið einhven viðstaddan sakleysingja, já eða bara farið að gráta.

En þökk sé Apple þá neyddist ég til þess að halda aftur af mér og vonast nú til þess að geta hætt hönnunartilraununum og farið að skrifa eitthvað að ráði.

Viðbót hálftíma seinna - við nánar eftirgrennslan varð mér ljóst að hönnunarhæfileikar mínir á vefsviðinu eru vægasta sagt ömurlegir og má því fastlega búast við því að að breytingar verði gerar á layouti síðnanna innan skamms, það er, um leið og ég finn einhvern sem hefur minnsta auga fyrir útliti heimasíðna.

Fyrsta greinin verður á Mitt Leikhús og fjallar um leikhúsið og tíma, hvernig tími verður afstæður þegar maður stendur frammi fyrir textum sem bera tíma skrifanna sterkt í sér.

Þetta er tengt uppsetningunni á "Die Nachtwache" eftir Lars Noren sem verður frumsýnt nú á þriðjudaginn.

Vonandi mun ég svo ná að hrita niður texta um samskipti manneskja í hinum einstaklingsvædda samtíma og mun sá pistill birtast á Mitt Samfelag síðunni.

Loks ætla ég að henda inn smásögu sem ég samdi um árið á mín Fantasía til þess að koma því í gagnið.

Annars eru Solveig systir, Thorhildur mamma og Jósi mágur að koma á eftir þannig ég býst við því að kvöldið verði samfelldar samræður um tímann, rúmið, leiklistina og annað sem á daga okkar hefur drifið.

carpe dium

Þorleifur

Engin ummæli: