þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Góðan daginn

jæja, þá er maður kominn heim, jetleggaður og fínn.

Við tekur að ganga frá Piparsveininum, leikstýra menningarvöku uppákomu á Akureyri og undirbúa flutning til Berlínar.

Annars var ég að skoða upplýsingar um einn helsta frömuð Bandarísku hægristefnunnar, Grover Norquist. Upplýsingar er hægt að nálgast hér.

Frægasta kvót:

Ég vil ekki leggja ríkið niður, ég vil aðeins draga úr stærð hennar svo að ég geti dregið hana inn á baðherbergi og sturtað henni niður í klósettinu. Grover Norquist

Frægasta gagnrýni:

Hann er illa innrættur, húmorslaus og óheiðarlegt lítið gerpi... Svona eins fulli ömurlegi frændinn sem allir óska að hefði bara haldið sig heima hjá sér... Vissulega er hann viðurstyggilegur en það er bara ekki nógu mikið af honum til þess að hefja hreinsanir Tucker Carlson

Ég hallast frekar á sveig með síðasta ræðumanni.

Gaman að heyra hvað Gísla Marteini og Sigurði Kára fyndist um þennan gaur.

Þorleifur

Engin ummæli: