fimmtudagur, maí 26, 2005

Góða kvöldið

Þá situr maður bara í fússi á Kaupmannahafnarflugvelli þar sem hið trausta fyrrum einokunarflugfélag Flugleiðir tókst að setja flugvélina 6 tímum of seint í loftið.

Og ekki nóg með það heldur er allt lokað og ekki kaffitár að finna (svo ég minnist nú ekki á unglingana sem eru að bíða með mér).

En það er skrítin tilfinnig að sitja á mannlausum flugvelli. Ef ég væri nú sniðugur þá myndi ég skrifa hér sögu eða eitthvað slíkt en sé ekki fram á að snilligáfan nái alveg fram í fingurgóma, allaveganna ekki í bili.

En ég er rólega að melta Berlínarferðina og hugsa um mig og leikhúsið, hvað það sé sem ég vilji sjá og hvernig best sé að koma á því á framfæri, hvaða verkfæri henti mér best og hvernig ég fari að því að ná mér í þau...

En allaveganna spennandi tímar framundan.

Bið að heilsa og hlakka til að samanda loftinu góða og fríska.

Þorleifur

Engin ummæli: