fimmtudagur, mars 17, 2005

Góðan daginn

Ætlaði ekki að skrifa neitt og hef ti þess í raun ekki tíma en ég get ekki stillt mig í ljósi kommentana hér að neðan, þar sem ég er eindregið varaður við forritum sem laga texta sjálfkrafa, til þess að hafa eftir smá sögu sem ég heyrið.

Vinur minn einn (og nú kemur íslensk fyndni) er kennari í London. Hann er með voða fína gráðu og fékk því fína stöðu í heldur fínum háskóla. Það fyrsta sem henn komst að var það að krakkarnir se mhann var að kenna virtust einvhernveginn ekki leggja það sama í námið og hann, dúxinn, hafði gert. Komst hann þar með að því, sem satt er, að tæðlega helmingur háskólanema eru ekki læsir. (og er það lítið öðruvísi á Íslandi!) Og væru þeir læsir þá væru þeir það aðallega á stutta og hnitmiðaða texta en ekki langa og tyrfna heimspekitexta (og mætti því í kjölfarið spyrja sig hvað slíkt fólk er að gera í háskólanámi í heimspekideild, en það er annar handleggur...)

En annað sem hann komst fljótt að var það að starfsaðferðir krakkanna voru öðruvísi en þegar hann var og hét í námi. Því nú unnu allir með einhver forrit sem allt löguðu og bættu. Theósárus, spell cheacker, púkar margs konar etc... Hann varaði fólk við því að þessi forrit stæðu nú mannshuganum ekki framar og varúðar skyldi gæta í nærveru forrits (og fleira svona í risaeðludúr). En eins og alltaf er þá voru ein eða tvær litlar sálir sem ekki trúðu hinum alvitra kennara og létu blekkjast.

Önnur var fögur ungmey að norðurströndum Bretlands. Hún skilaði inn heljarinnar ritgerð undir titlinum "My future work" (hljómar eins og barnaskóli, en anyway). Þar rakti hún í löngu og ítarlegu máli, með nákvæmum rökstuðningi og yfirgripsmiklu ritmáli að hún sæji framtíð sína hvergi annars staðar en í greininni "pubic relations". Þegar kennarinn skilaði greininni til baka til nemandans með stóru F-i á þá benti hann henni vinsamlegast á það að láta ekki "auto-correct" laga fyrir sig stílana, því ennþá stæði mannshugurinn tölvunum framar. (sagan segir að kennarinn hafi brosað stórt innra með sér). Ástaæðan fyrir F-inu var auðvitað sú að þar sem hún sagði í titli að hún vildi vinna við skaphára-samskipti (sem auðvitað getur verið virðingarverð atvinnugrein hallist maður að slíkum áthöfnum,) þá var restin af textanum vissulega ekki í neinu samræmi við yfirskriftina, en átti vel við "Public relations".

Hitt skiptið þar sem mannshugurinn sýndi yfirburði sína borði títtnefnds kennara var þegar ungur nemandi skilaði inn greinargerð í lögfræðistúderíngaráfanga þar sem hann í löngu máli reyndi að rökstyðja það, meðal annars með tilvísun í Bandarísku stjórnarskrána, að fólk hefði rétt til þess að "bare arms" á almannafæri. Kennarinn benti honum réttilega á það í nótum sínum með falleinkuninni að hvernig væri það bannað í stjórnarskránni vestanhafs að bera á sér handleggina þó vissulega fjallaði hún á köflum um réttinn til þess að "bear arms" eða bera vopn. Aftur var þar auto-correct sökudólgurinn og má því að lokum líklega ræða hvorum það er að kenna, krakkagreyjunum sem trúa á tölvunar eða Microsoft sem í veldi sínu er búið að sannfæra flesta að þeir standi hinum venjulega manni mun framar!

Bestu kv.

Þorleifur
Karólínu, Akureyri

Engin ummæli: