miðvikudagur, desember 01, 2004

Góða kvöldið

Það blása vindar óviðráðanleikans yfir and-vötnum. Ég sat í makindum á kaffihúsinu Erottaja í Helsinkiborg og taldi mínútur. ÉG var að drepast úr leiðindum, hafði lítið fyrir stafni og vissi ekki hvert ég átti að snúa mér. Ekki það, ég var að skrifa leikrit fyrir Borgó og hugsa um fjútúr leiksmíðar og uppsetningar, en það dugði engan vegin til þar sem ég er ofvirkur með afbrigðum.

En svo truflaði titrarinn í buxunum hugleiðingarnar og á hinum endanum var mjúkleg rödd. Samtalið var eftirfarandi:

Rödd: Er þetta Þorleifur?
Ég: Já.
Rödd: Arnarsson?
Ég: Já.
Rödd: Í Helsinki?
Ég: JÁ!!!
Rödd: Mig vantar harðstjóra...
ÉG: Ha?
Rödd: Mig vantar...
Ég: Harðstjóra?
Rödd: Já.
Ég: Harð...
Rödd: Stjóra, já!
Ég: Þorleifur hér.
Rödd: Sæll, viltu koma til íslands.

Og þar með var ég kominn í flugvél. Og allt í einu hljómuðu einmanalegar hugrenningar heillandi kostur þar sem ég sat í óþægilegu sæti Iceland Exrpress frá Londin. En það er ekki allt fengið, það eru ekki harðstjórar á hverju strái.

Þorleifur

PS: Reyndar virðist með tilkomu nýrra útflutningsstefnu BNA að harðstjórastéttin sé að renna sitt síðasta en örvæntið ekki. Það koma nýjir, þessir verða bara í jakkafötum!

Engin ummæli: