laugardagur, október 02, 2004

Góða kvöldið

Stutt í dag. Ég sit við endurskriftir á leikritinu. Þetta er hræðandi prósess en samt prósess sem ér er glaður að þurfa að kljást við. reyndar þarf ég að kljást við eigin ótta yfir því sem ég er að skrifa, ekki það að ég óttist viðbrögðin heldur er það yfirvaldið sem ég óttast.

Já, í lýðræðisríkin íslandi þá óttast ég um það að skrif mín og uppsetning geti orðið mér þungur baggi í framtíðinni.

Og það eitt að þetta séu hugsanir sem fara í gegnum huga listamanns það segir sína sögu (nema náttúrulega að ég sé svona paranoíd). Það hefur sýnt sig að fólki er refsað fyrir að spila ekki með, stundum alla ævi. Það er auðvelt að horfa fram hjá því þegar maður er ungur en það reynist erfitt þegar fram í sækir. Ég hef horft uppá það og vekur það mér ugg.

En ég læt það vissulega ekki stoppa mig, til þess er ég allt of skyni skroppinn.

Annars vil ég styðja hér verkfallsaðgerðir kennara og skora á hvern þann í einvígi, upp á líf og dauða, sem heldur því fram að verkfallsrétturinn sé annaðhvort úreldur eða hafi ekki rétt á sér. Sá hinn sami ætti að taka upp sögubók (það er ef hann lifir einvígið af) og lesa hvað þurfti til að þessi réttur yrði að raunveruleika.

Við erum ekki gengin í USA og þangað til það gerist þá skulum við halda aftur af okkur, nóg mun hverfa samt af innunnum réttindum á næstunni!

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: