mánudagur, ágúst 30, 2004

Nauts, bara tvö kvöld í röð!

ÉG er í miklu skrifstuði enda er ég búinn að senda tvo bréf í síðan á miðnætti.

Annað til Chuck Palahnuik og hitt til Eric Suderstrom i ungliðahreyfingu sænskra jafnaðarmanna.

Hvað bréfin voru um er náttúrulega trúnaðarmál en það get ég þó sagt að þau voru nátengdt og snúa að framtíðarskipulagi heimsins eins og hann leggur sig!

Annars verð ég að fara að hunskast í rúmmið, langur dagur á morgun en þá fer ég aftur a vertíð niður í Saga Film og verð þar þangað til ég fer aftur úr landi!

Annars er það af mér að frétta að ég er að farast úr tvennu (ekki einu sinni hugsa það):
1. Að vera ekki með ástinni minni. Þetta er náttúrulega óþolandi ástnd og ég er á því að það ætti að stofna sjóð handa ástsjúkum listamönnum sem ekki geta verið á sama stað og makar þeirra þegar þeir eru að reyna að vinna sér inn peninga til þess að lifa af. Og ef ekki sjóð þá allaveganna að maður geti gabbað þessa grunnmannréttindaafstöðu inn á núþegargerða sjóði!

2. Að vera á Íslandi en hafa ekki tíma til að hitta vini mína. Ég er alltaf að rekast á eitthvað fólk sem stendur mér nærri og ég hef ekki haft tíma til þess að hitta eða heimsækja. Ég er nefnilega meira og minna alltaf að vinna, meiraðsegja þegar ég er ekki að vinna! Og ef þú ert ein af þessum manneskjum þá endilega hringdu í mig því að mér þykir vænt um þig þó svo að ég hafi látið peningaþörfina og sköpunargleðina ganga með mig í gönur!

Máli mínu til staðfestingar þá hitti ég mann í dag sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir sem sagði mér það í óspurðum fréttum að ég væri vinnusjúklingur. Han sagðist hafa það einhversstaðar frá en neitaði að gefa upp heimildamanninn (ég hefði ekkert gert viðkomandi). Ég vil því taka það fram að ef slíkar sögur ganga um mig þá eru þær upprunnar af óvildamönnum mínum sem vita ekkert hvað alvöru vinnumanía er, þeir hefðu bara þurft að sjá mig síðastliðið til að fá að sjá hvað það er í alvörunni! Og hananú! Já! Hananú segi ég bara!

Annars elska ég konuna mína, elska ég konuna mína, elska ég konuna mína og elska konuna mína!

Góða nótt

Engin ummæli: