mánudagur, maí 03, 2004

Halló

ég fór í leikhúsið í gær. Það er svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki hefði verið fyrir það að annars vegar var þetta uppfærsla á verki byggðu á 1984, sem ég kannast ágætlega við og hins vegar vegna þess að þetta var án nokkurs vafa versta leiklisstaruppsetning sem ég hef séð.

Ég lá lengi fram á nótt og braut heilan um hvernig í ósköpunum væri hægt að gera svona hörmulegt leikhús. Var það leikstjórinn, handritið, leikararnir, sviðsmyndin, náðist ekki fram galdur, voru skilaboðin á skjön, var uppbyggingu ábótavant???

Langi lá ég andvaka og hugsi....

en svo rann það upp fyrir mér að til þess að geta framkallað svo lélegt listaverk sem þetta þá þurfa öll þessi atriði að koma fram í fullkominni harmóníu. Þetta var "Kúmmíleisjón" á afar vel samanstilltri blöndun á vondum hlutum sem framköluðu svo hræðilegt stykki.

en mætti þá ekki færa rök fyrir því að til þurfi hæfileika að geta stillt þessu svona snilldarlega saman. En þegar sú hugsun kom upp þá var ég á leið í draumalandið. Og spurningin hélt ekki fyrir mér vöku því svarið var einfalt!

Leikstjórinn grísaði á þetta!

Njótið dagsins...

Þorleifur

Engin ummæli: