föstudagur, september 19, 2003

Góðan daginn

Það eru hræðileg örlög að vera ekki til staðar fyrir börnin sín. Að hafa verið svo upptekin að vinna og stunda líifð að það sem stendur manni næst hefur einhvern veginn fallið milli stafs og hurðar. Að sitja upp þegar líða tekur á ævidaginn og hugsa með sér "ég hefði átt og af hverju" í stað þess að gleðjast og finna lífsfyllingu í því að eiga eitthvað raunverulegt, ekki í bankanum heldur í hjartanu.

Það er svo auðvelt að villast af braut og halda að það sem maður leitar sé fundið í amstrinu í stað þess að "fjárfesta" í því sem vexti.

AÐ standa upp þegar langt er liðið og reyna að gera upp við sig hvað það er sem maður raunverulega gerði við lífið. Jafnvel reyna að réttlæta það afvega hefur farið með því að skálda upp "sannleik" inn í lífið.

Segja þeim sem á vegi manns verða sögur af fjölskyldu og lífi sem aldrei átti sér raunverulega stað. Fela bjargleysi sitt fyrir öllum í kringum sig en bera við karldóminn þegar sálin fer að ílengja eftir svörum við áleitnum spurningum.

En kannski er betra að lifa í blekkingu en að deyja í sannleika því það sem orðið er hefur hætt að vera raunveruleiki og er nú óumbreytanleg þátíð. Það sem var og gerir þig það sem þú ert í dag. Hefi manni mistekist að gera eitthvað við það er það þá synd að brynja sig með sýndarveruleika?

Og svo er bara að halda áfram!

Bestu kv.

Þorleifur Örn Arnarsson

Engin ummæli: