laugardagur, maí 03, 2003

Og skíturinn kemur í ljós.

Maður er búinn að vera svo upptekinn af kosningunum hérna heima, að maður hefur gleymt að skoða hvað er að gerast í Írak (og það er greinilega það sem BNA menn vonast til af manni).

Þessi frétt barst í dag og sýnir enn einu sinni fram á hvers vegna lá allt í einu svona mikið á að fara inn strax.

Engin gjöreyðingar vopn hafa fundist (enda enginn að leita í Ísrael), engar sannanir fyrir hryðjuverkaplottum Saddams (nema að einn undirofursti talaði víst við grunaðan hreyjuverkamann í hitteðfyrra) né nokkuð annað sem bendir til þess að þurft hefði verið að ryðjast með slíku offorsi inn.

Og eitt vil ég segja. Þó þeim hafi tekist ætlunarverk sitt og við eigum núna að hætta að hafa áhyggjur af þessu þessu þá skulum við ekki leyfa þeim að komast upp með það að geta haldið því fram seinna að þetta hafi verið réttlátt stríð, að þetta hafi verið sammþykkt stríð, að þetta hafi bara allt saman verið ok!

Bless

Þ

Engin ummæli: