þriðjudagur, apríl 08, 2003

Það var fallega gert af þér Dabbi!

Það var fallega gert af landsföðurnum að láta sjá sig með öðrum stjórnmálaleiðtogum í sjónvarpinu. Loksins hugsaði litli ég og lagði við hlustir. Og viti menn, enginn brást, Steingrímur málefnalegur (og vann líklega ef málefnin væru það sem máli skipti), Halldór reiður og sár, enda þátttakandi í barna og almenningsmorðum í Írak og flokkur hans blessunarlega að hverfa af sjónarsviðinu, Guðjón?????, Ingibjörg flott, mannamál og skiljanleg, lét ekki einræðisherrann taka sig á taugum þegar hann opnaði munninn til að gera lítið úr henni (og Steingrími sem hann klappaði svona líka fallega á hendina alltaf þegar hann opnaði munninn, eins og gömlum kennara sæmir þegar leiðrétta þar óbeytta almúgastrákinn sem trúir á eitthvað annað en vasadýpt sína ). Það er bara eitthvað við hana sem er svo trúverðugt og mannlegt. En svo er röðin komin að manninum í brúnni, þó að hann reyndi að hroka niður þann frjálslynda fyrir að hafa þó unnið við eitthvað atvinnuskapandi. Honum tókst að vera málefnalegur í svo sem eins og fimm mínútur áður en hann brast á með sinni víðkunni almúgafyndni. Þetta er leikur sem fundinn var upp til sveita og Davíð lærði ungur. Í honum felst að gera lítið úr viðmælanda sínum á skondinn og íbygginn hátt, en á sama tíma segja fólkinu sem situr heima í stofu að viðkomandi sé ekki aðeins lygari og ómerkingur heldur einnig treggefinn. Maður hefði haldið að Davíð hefði tekið mark á eigin orðum á framfaraþinginu, sem hann hélt fyrir skemmstu, þar sem hann sagði að málefnin ættu að sitja í öndvegi. En Davíð þarf ekki að hlusta á eigin orð frekar en orð annarra og því gleymir hann málefnunum og mígur á fólkið í kringum sig sem mest hann má eins fljótt og auðið er. En nú er það vona mín og vissa að fólk hafi fengið nóg, að svona sé ekki það sem við viljum sjá frá stjórnmálaleiðtogum okkar. Að kannski taki einhver af þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á vinapólítíkinni sig til og sendi honum spólu sem áletrað væri á: "Og snýttu þér svo drengur".

Ég get ekki sagt skilið við þennan pistil fyrr en ég hef vottað sjónvarpsmönnunum á Stöð 2 virðingu mína. Ekki aðeins fyrir það að hafa náð í skottið á ofurmenninu og dregið það inn í herbergið þar sem óvinirnir biðu hans heldur hitt að þora að bauna á Davíð og Dóra í sambandi við Írak. Þó þeir hafi ekki gengið lengra en svo að ég stóð gargandi á sjónvarpið spurningar sem brunnu á mér, þá var það gaman að einhver þyrði að minnast á það við herrana að fólk deyr í stríðum, líka í þessu. En ekki er hægt að hrósa án þess að skeita við lítilli skömm í hattinn. Undarlegt þótt mér að ekki skildi hvarla að sjónvarpsmönnunum að minnast á menntamálin og guð forði okkur jafnréttismálin sem (eftir að Sjálfstæðar konur drápu þau, og sig) hafa ekki átt uppá pallborðið í umræðuna. En það er líklega hægt að fyrirgefa þeim það enda eru þeir báðir af sama kyninu, kyninu sem er að vinna jafnréttisstríðið.
Að skömm lokinni vill ég svo óska Stöð 2 til hamingju. Vel gert góða fólk og megi hið Sjálfstæðisrekna RÚV vakna upp við vonda draum!

Þorleifur Örn Arnarsson
www.lifandileikhus,blogspot.com

Engin ummæli: